NBA: Philadelphia 76ers sýndi LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 07:30 Það getur verið erfitt að stoppa Joel Embiid. Vísir/Getty Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131 NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131
NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira