Lögðu niður botnfiskvinnslu með drjúga launahækkun í vasanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Vísir/ANton „Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent