Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 16:30 Teikning listamanns af því hvernig fyrstu stjörnur alheimsins gætu hafa litið út. Þær voru tröllvaxnir og glóandi hnettir vetnis og helíums sem brunnu skært og hratt. Vísir/AFP Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til. Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til.
Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15