Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna á sunnudaginn og nú ætlar Jón Arnór Stefánsson að kveðja íslenska körfuboltalandsliðið í sumar.
Jón Arnór Stefánsson gaf það út í viðtali við Körfuna, karfan.is, að hann ætli að hætta í íslenska landsliðinu eftir síðustu tvo leikina í undankeppni HM sem fara fram í júní.
„Ég tek þessa leiki í sumar, svo er ég hættur. Það er bara svoleiðis,“ sagði Jón Arnór í netþætti Karfan.is sem má finna hér.
Íslenska landsliðið spilar báða þessa leiki í undankeppni HM í sumar á útivelli, fyrst í Búlgaríu og svo í Finnlandi. Þar með lítur út fyrir að Jón Arnór hafi þegar spilað sinn síðasta landsleik í Laugardalshöllinni.
Hver veit þó nema að KKÍ skipuleggi kveðjuleik fyrir kappann áður en kemur að leikjunum við Búlgaríu og Finnland. Leikirnir í undankeppninni fara fram 29. júní og 2. júlí.
Það þýðir að deildarkeppnin hér heima er löngu búinn þegar kemur að þessum leikjum sem kallar á að íslenska landsliðið spili vináttuleiki í aðgranda leikjanna tveggja við Búlgari og Finna.
Jón Arnór Stefánsson hefur spilað 98 landsleiki á ferlinum og gæti því endaði landsleikjaferil sinn eftir landsleik númer 100. Spili íslenska liðið undirbúningsleiki í sumar þá mun Jón þó væntanlega spila fleiri en 100 landsleiki.
Síðasti landsleikur Jóns Arnórs verður hinsvegar 2. júlí 2018 og fer hann fram í Finnlandi. Það var einmitt í Helsinki þar sem hann spilaði síðasta leikinn sinn á ferlinum í úrslitakeppni EM.
Landsleikur númer 100 mögulega sá síðasti hjá Jóni Arnóri: „Svo er ég hættur“
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



Fleiri fréttir
