Græðgi og hroki útgerðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun