Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 19. mars 2018 11:22 Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun