Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu vantraust á dómsmálaráðherra á dögunum. Samskiptin eru erfið innan VG. Vísir/ANton Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð." Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð."
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15
Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36