Valur heldur áfram að gera það gott á undirbúningstímabilinu í knattspyrnu, en í kvöld unnu þeir 3-1 sigur á öðru Pepsi-deildarliði, ÍBV, en leikið var á Valsvellinum í kvöld.
Shahab Zahedi Tabar kom Eyjamönnum yfir skömmu fyrir hálfleik þegar hann komst inn í sendingu Valsmanna. Hann kláraði færið afar vel og 1-0 fyrir gestunum í hálfleik.
Það voru ekki liðnar nema þrettán mínútur af síðari hálfleik þegar Valur hafði snúið leiknum sér í vil. Devon Már Griffin gerði sjálfsmark og Patrick Pedersen kom svo Val yfir eftir frábæra sókn.
Valur rak svo síðasta smiðshöggið tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar þeir skoruðu þriðja mark sitt, en Valur er á toppi riðilsins með fimmtán stig, fullt hús. Þeir hafa skorað fjórtán mörk og einungis fengið á sig tvö og eru komnir í undanúrslitin.
Eyjamenn hafa spilað fjóra leiki og fengið fjögur stig, en þeir eiga eftir að spila gegn Víking. Víkingur er á botni riðilsins með þrjú stig.
Valsmenn óstöðvandi í Lengjubikarnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn
