Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 12:44 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári.Greint var frá því í gær að laun forstjórans, Eggerts Þórs Kristóferssonar, hefðu hækkað um rúma milljón á mánuði á síðasta ári frá árinu á undan. Var hann með 5,8 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári og nam launahækkun hans rúmlega 20 prósentum. Í tilkynningu frá VR segir að þar sem félagið sé hluthafi í N1 þá geti stjórn þess ekki setið aðgerðalaus hjá þegar laun forstjórans hækka um 20,6 prósent á milli ára. „Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sanngjarnt og eðlilegt. Því hefur stjórn VR ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu á komandi aðalfundi N1 nk. mánudag: „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017. Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“ Stærstu eigendur N1 eru lífeyrissjóðir launafólks og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að einmitt hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins,“ segir í tilkynningu VR. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári.Greint var frá því í gær að laun forstjórans, Eggerts Þórs Kristóferssonar, hefðu hækkað um rúma milljón á mánuði á síðasta ári frá árinu á undan. Var hann með 5,8 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári og nam launahækkun hans rúmlega 20 prósentum. Í tilkynningu frá VR segir að þar sem félagið sé hluthafi í N1 þá geti stjórn þess ekki setið aðgerðalaus hjá þegar laun forstjórans hækka um 20,6 prósent á milli ára. „Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sanngjarnt og eðlilegt. Því hefur stjórn VR ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu á komandi aðalfundi N1 nk. mánudag: „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017. Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“ Stærstu eigendur N1 eru lífeyrissjóðir launafólks og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að einmitt hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins,“ segir í tilkynningu VR.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57