Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 10:30 Corbyn hefur ekki viljað ganga eins langt og bresk stjórnvöld í að kenna Rússum um taugaeitursárásina í Salisbury. Vísir/AFP Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent