Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Sveinn Arnarsson skrifar 16. mars 2018 07:00 Samskipti innan þingflokks Vinstri grænna eru stirð og fram undan er uppgjör milli þingmanna. Vísir/ernir Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11