Líst ekki vel á lög um að hjóla í einfaldri röð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. Vísir/Stefán Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira