Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 23:57 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos. Vísir/AFP Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira