Segir Íslendinga geta látið að sér kveða í geimnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:00 Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, í HR í dag. Vísir/Rakel Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35
Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30