Handbolti

Tveir EM-farar spila með B-liðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson var á EM í Króatíu en spilar nú með B-liðinu.
Bjarki Már Gunnarsson var á EM í Króatíu en spilar nú með B-liðinu. vísir/eyþór
Á sama tíma og Guðmundur Guðmundsson valdi sinn hóp fyrir Gulldeildina í Danmörku í næsta mánuði var tilkynntur hópur B-landsliðsins sem Einar Guðmundsson þjálfar.

B-liðið á fyrir höndum leiki á æfingamóti í Hollandi frá 3. til 8. apríl þar sem íslenska liðið spilar við A- og B-lið Hollands og A-lið Japans.  Allir spila við alla og síðan verður leikið um sæti.

Tveir leikmenn sem voru í íslenska hópnum á EM í Króatíu í janúar hafa nú verið settir niður í B-liðið en það eru Bjarki Már Gunnarsson, varnarmaður Stjörnunnar, og Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, sem fékk sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í byrjun árs.

Bjarki Már hefur verið lykilmaður í vörn íslenska liðsins á undanförnum þremur stórmótum en missir nú sætið sitt er Guðmundur prófar sig áfram með nýja menn. Ágúst Elí hefur engan veginn náð sér á strik eftir Evrópumótið í Króatíu.

FH á flesta leikmenn í B-liðinu eða fjóra talsins en Stjarnan á þrjá leikmenn. Selfoss og Haukar eiga tvo hvor sem og Eyjamenn og Fjölnismenn.

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, FH

Grétar Ari Guðjónsson, ÍR

    

Vinstri hornamenn:

Hákon Daði Styrmisson, Haukar

Vignir Stefánsson,Valur

    

Hægri hornamenn:   

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH

    

Línumenn:

Ágúst Birgisson, FH

Sveinn Jóhannsson, Fjölnir

    

Vinstri skyttur:   

Daníel Ingason, Haukar

Egill Magnússon, Stjarnan

Ísak Rafnsson, FH

    

Miðjumenn:   

Elvar Jónsson, Selfoss

Aron Dagur Pálsson, Stjarnan

Róbert Hostert, ÍBV

    

Hægri skyttur:   

Teitur Örn Einarsson, Selfoss

Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram

Agnar Smári Jónsson, ÍBV

Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir

    

Varnarmaður:    

Bjarki Már Gunnarsson, Stjarnan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×