Russ var með 32 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendinar í sigri Oklahoma í nótt. Hann er þar með kominn í ansi merkilegan klúbb með Magic Johnson, Oscar Robertson og Jason Kidd sem einnig náðu yfir 100 þreföldum tvennum á ferlinum.
Annar sem hlær að því að ná þreföldum tvennum í deildinni er Ben Simmons en hann skoraði 10 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í nótt en það dugði ekki til sigurs.
Hann er nú kominn með 26 þrefaldar tvennur á tímabilinu sem er næstbesti árangur leikmanns á sínu fyrsta ári í deildinni. Aðeins Oscar Robertson er með betri tölur á þessum vettvangi.
Úrslit:
Philadelphia-Indiana 98-101
Washington-Minnesota 111-116
Atlanta-Oklahoma 107-119
Brooklyn-Toronto 102-116
NY Knicks-Dallas 97-110
Chicago-LA Clippers 106-112
New Orleans-Charlotte 119-115
San Antonio-Orlando 108-72
Utah-Detroit 110-79
Phoenix-Cleveland 107-129
LA Lakers-Denver 112-103