Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Fréttablaðið/Pjetur Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira