Hinar mörgu hliðar brotthvarfs Hrönn Baldursdóttir skrifar 14. mars 2018 07:00 Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun