#ekkimittsvifryk Líf Magneudóttir skrifar 13. mars 2018 15:50 Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun