Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 08:00 Tryggi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist stundum hafa fengið bágt fyrir störf sín hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins. vísir/gva „Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
„Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira