Sumir bíða eftir uppsagnarbréfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:00 Um tvö hundruð foreldrar sem bíða eftir dagvistunarplássi fyrir börnin sín hafa skráð sig í Félagsmiðstöð ungra barna. Stofnandi segir ástandið óboðlegt þar sem margir meðlimir óttast um vinnu sínu eða neyðast til að vera á atvinnuleysisbótum. Meðlimir hópsins sem var stofnaður um mánaðarmótin á Facebook eru þegar orðnir rúmlega 200 talsins og eiga það allir sameiginlegt að fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. „Þetta er tliraun til þess að vera ekki alltaf heima með þau börn sem ekki eru komin með pláss hjá dagmömmu eða í leikskóla," segir Kristín Sævarsdóttir, stofnandi hópsins. Langir biðlistar eru hjá dagforeldrum og í leikskólum borgarinnar. Eitt dagforeldri sem fréttastofa ræddi við segist nánast hætt að taka niður nöfn á biðlista þar sem hann sé orðinn of langur en mörg börnin á honum eru enn ófædd. Ljóst er að vandinn er mjög brýnn en dagforeldrum hefur á síðustu árum fækkað nokkuð í Reykjavík, eða úr 170 fyrir tveimur árum í 135 í fyrra. Stýrihópur um daggæslukerfið á að skila útbótatillögum á næstunni og stendur þá til að ráðast í endurskoðun.Helena Auður Guðnadóttir og Vikar Jökull.Kristín segir ástandið óboðlegt. „Þetta er mikið púsl fyrir marga foreldra og sumir eru að bíða eftir að fá uppsagnarbréf inn um lúguna. Við höfum þann sveiganleika að geta púslað vinnunni okkar saman en það geta ekkert allir. Sumir þurfa að skrá sig á atvinnuleysisbætur, sem er heldur ekkert rétt, en fólk er bara að reyna redda þessu bili og að brúa það," segir Kristín. Ein móðir í hópnum sem hefur verið lengi á biðlista segist ekki geta farið út á vinnumarkaðinn. „Ég er bara búin að vera með hann heima og er ekki með vinnu. Maður er því bara enn heima að njóta," segir Helena Auður Guðnadóttir og bætir við að hún gæti ekki haldið vinnu í þessari stöðu. „Hann er númer 23 í röðinni," segir hún um biðlistann. „En þau sögðu mér að vera vongóð með haustið. Þannig við bara ætlum að vera það," segir Helena. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Um tvö hundruð foreldrar sem bíða eftir dagvistunarplássi fyrir börnin sín hafa skráð sig í Félagsmiðstöð ungra barna. Stofnandi segir ástandið óboðlegt þar sem margir meðlimir óttast um vinnu sínu eða neyðast til að vera á atvinnuleysisbótum. Meðlimir hópsins sem var stofnaður um mánaðarmótin á Facebook eru þegar orðnir rúmlega 200 talsins og eiga það allir sameiginlegt að fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. „Þetta er tliraun til þess að vera ekki alltaf heima með þau börn sem ekki eru komin með pláss hjá dagmömmu eða í leikskóla," segir Kristín Sævarsdóttir, stofnandi hópsins. Langir biðlistar eru hjá dagforeldrum og í leikskólum borgarinnar. Eitt dagforeldri sem fréttastofa ræddi við segist nánast hætt að taka niður nöfn á biðlista þar sem hann sé orðinn of langur en mörg börnin á honum eru enn ófædd. Ljóst er að vandinn er mjög brýnn en dagforeldrum hefur á síðustu árum fækkað nokkuð í Reykjavík, eða úr 170 fyrir tveimur árum í 135 í fyrra. Stýrihópur um daggæslukerfið á að skila útbótatillögum á næstunni og stendur þá til að ráðast í endurskoðun.Helena Auður Guðnadóttir og Vikar Jökull.Kristín segir ástandið óboðlegt. „Þetta er mikið púsl fyrir marga foreldra og sumir eru að bíða eftir að fá uppsagnarbréf inn um lúguna. Við höfum þann sveiganleika að geta púslað vinnunni okkar saman en það geta ekkert allir. Sumir þurfa að skrá sig á atvinnuleysisbætur, sem er heldur ekkert rétt, en fólk er bara að reyna redda þessu bili og að brúa það," segir Kristín. Ein móðir í hópnum sem hefur verið lengi á biðlista segist ekki geta farið út á vinnumarkaðinn. „Ég er bara búin að vera með hann heima og er ekki með vinnu. Maður er því bara enn heima að njóta," segir Helena Auður Guðnadóttir og bætir við að hún gæti ekki haldið vinnu í þessari stöðu. „Hann er númer 23 í röðinni," segir hún um biðlistann. „En þau sögðu mér að vera vongóð með haustið. Þannig við bara ætlum að vera það," segir Helena.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira