Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 19:15 Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira