Körfubolti

Enginn gert þetta í Lakers búningnum síðan Kobe var upp á sitt besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julius Randle.
Julius Randle. Vísir/Getty
Julius Randle hefur staðið sig frábærlega með liði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt náði hann tölfræði sem enginn leikmaður Lakers-liðsins hefur náð í næstum því heilan áratug.

Julius Randle var þá með 36 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar í sigri Los Angeles Lakers á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers.

Síðasti leikmaður Lakers liðsins til að ná svona mörkum stigum, fráköstum og stoðsendingum í einum og sama leiknum var sjálfur Kobe Bryant sem var með 36 stig, 14 fráköst og 8 stoðsenduingar í leik á móti Golden State Warriors 23. mars 2008.







Julius Randle hefur farið mikinn eftir Stjörnuleikinn en hann er með 20,7 stig, 9,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 síðustu leikjum Lakers liðsins en fyrir stjörnuleikinn var hann með 14,7 stig, 7,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Randle hefur ennfremur hækkað meðalskor sitt í hverjum mánuði á tímabilinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Meðalskor Julius Randle eftir mánuðum á leiktíðinni:

Október - 11,4 stig í leik

Nóvember - 13,0 stig í leik

Desember - 14,2 stig í leik

Janúar - 15,3 stig í leik

Febrúar - 19,4 stig í leik

Mars - 22,8 stig í leik





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×