Lífið

Noregur sendir Alexander Rybak aftur í Eurovision

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Alexander Rybak á sviðinu í kvöld.
Alexander Rybak á sviðinu í kvöld. Skjáskot/Youtube
Norðmenn völdu í kvöld sitt framlag til Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í maí. Það var Alexander Rybak sem stóð uppi sem sigurvegari undankeppninnar með lagið That‘s How You Write a Song.

Í fyrri umferð keppninnar í kvöld kepptu tíu lög og komust fjögur áfram eftir símakosningu og stigagjöf frá alþjóðlegri dómnefnd. Almenningur fékk svo algjörlega að ráða úrslitunum og varð Alexander efstur í símakosningunni.

Alexander sigraði hjörtu um alla Evrópu þegar hann vann Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale sem fékk 387 stig og sló met í keppninni. Lagið sem verður framlag Norðmanna í ár má heyra hér að neðan.



Hér má svo rifja upp vinningsatriði Alexanders frá því árið 2009 en þetta myndband hefur verið spilað meira en 92 milljón sinnum á Youtube. 


Tengdar fréttir

Afgerandi sigur Ara í einvíginu

Ari Ólafsson vann einvígið við Dag Sigurðsson í úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn með talsverðum yfirburðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×