Bleiki goshverinn slær í gegn á samfélagsmiðli Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:45 Evaristti var harkalega gagnrýndur í kjölfar verknaðarins en ljósmynd hans hefur nú flogið hátt á samfélagsmiðlinum Pinterest. mynd/marco evaristti Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna. Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna.
Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?