Bleiki goshverinn slær í gegn á samfélagsmiðli Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:45 Evaristti var harkalega gagnrýndur í kjölfar verknaðarins en ljósmynd hans hefur nú flogið hátt á samfélagsmiðlinum Pinterest. mynd/marco evaristti Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna. Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna.
Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46