Eldfjallið hafði látið sér nægja að spúa ösku yfir nærliggjandi byggð en í nótt kvað við annan tón og mátti sjá eldtungurnar koma frá fjallinu.
Yfirvöld segja að eldfjallið geti kastað frá sér grjóti í fjögurra kílómetra radíus frá fjallinu. Jarðfræðingar vara einnig við því að eldgosið geti varað í nokkra mánuði.
Fjallið var notað í James Bond myndinin You Only Live Twice sem kom út árið 1967 og skartaði Sean Connery í aðalhlutverki. Myndir af eldfjallinu voru notaðar til þess að sýna leynilegan felustað óvins Connery í myndinni.
Eldfjallið gaus síðast árið 2011 og þurftu hundruð íbúa í nágrenni eldfjallsins að yfirgefa heimili sín.