Lið Warriors var frekar vængbrotið í leiknum því Stephen Curry, Jordan Bell og Andre Iguodala voru allir frá vegna meiðsla. Kevin Durant fór fyrir liði Warriors með 40 stig.
Portland hefur ekki unnið jafn marga leiki í röð síðan árið 2014 þegar þeir náðu einnig að vinna níu leiki í röð. Sigurinn skilaði liðinu í þriðja sæti Vesturdeildarinnar á eftir Warriors og Houston Rockets sem sita í fyrsta sæti.
LA Clippers komst í áttunda og síðasta úrslitakeppnissætið í Vesturdeildinni með sigri á Cleveland Cavaliers.
DeAndre Jordan setti 20 stig og tók 23 fráköst og Tobias Harris skoraði 23 stig í auðveldum 116-102 sigri á LeBron James og félögum í Cleveland sem höfðu fyrir leikinn unnið fimm síðustu útileiki sína.
Baráttan um úrslitakeppnina í Vesturdeildinni er mjög hörð og munar aðeins örfáum sigurleikjum á þriðja og áttunda sæti.
Úrslit næturinnar:
Detroit Pistons - Chicago Bulls 99-83
Indiana Pacers - Atlanta Hawks 112-87
Toronto Raptors - Houston Rockets 108-105
Memphis Grizzlies - Utah Jazz 78-95
Milwaukee Bucks - New York Knicks 120-112
New Orleans Pelicans - Washington Wizards 97-116
Denver Nuggets - LA Lakers 125-116
Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 125-108
Sacramento Kings - Orlando Magic 94-88