Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2018 09:00 Trump og Kim hafa undanfarið kallað hvor annan eldflaugamanninn og elliæran geðsjúkling Vísir/AFP Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira