Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda