Kári Jónsson var hæstánægður eftir að hans menn í Haukum höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla eftir nauman sigur á Keflavík í oddaleik í kvöld. Meira en tvö þúsund manns voru á Ásvöllum í kvöld sem er met þar á bæ í körfuboltaleik.
„Við vorum mest tólf stigum undir í leiknum en þá kviknaði eitthvað í okkur. Við náðum að bæta okkur hægt og rólega og koma okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Kári við Vísi eftir leikinn í kvöld.
„Kannski áttuðum við okkur á því að við myndum fara í sumarfrí en mér fannst við bregðast mjög vel við og það sýnir styrk okkar að hafa komið til baka,“ sagði Kári sem var í mikilli baráttu við Hörð Axel Vilhjálmsson í kvöld eins og í öðrum leikjum í þessari seríu.
„Hann er einn af bestu bakvörðum sem Ísland hefur átt. Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og það var virkilega gaman að glíma við hann. Sem betur fer þá kannski þurfti að eyða of mikilli orku í alla þá vinnu sem hann leggur í þetta á báðum endum vallarins. Við reyndum samt hvað sem við gátum til að stöðva hann.“
Breki Gylfason kom inn af miklum krafti í lið Hauka eftir að varamenn liðsins höfðu ekki lagt mikið af mörkum. Hann skoraði afar dýrmæt stig í fjórða leikhluta þegar Haukar voru að brúa bilið.
„Breki gerði það sem hefur vantað í síðustu tveimur leikjum - að vera óhræddur. Gera bara hlutina og ekki hugsa sig tvisvar um. Hann var frábær í kvöld.“
Kári: Breki kom með það sem vantaði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

