R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2018 10:40 Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira