R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2018 10:40 Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty
Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira