Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Vísir/ernir „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00