Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins VÍSIR/STEFÁN „Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
„Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira