Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 18:30 Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis. Vísir/pjetur Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“ Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“
Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira