Kæra fyrrverandi og núverandi eiginmann sinn fyrir mansal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 13:20 Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann var hafnað. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja. Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja.
Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira