„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 10:56 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill „Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“ Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20