„Mér líður ofboðslega vel í grænu“ Ingvi Þór sæmundsson skrifar 26. mars 2018 11:30 Einar Árni Jóhannsson var síðasti maðurinn til að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira