Innlent

Ferðast fyrir tíu milljónir króna

Benedikt Bóas skrifar
S. Björn Blöndal kíkti á tvö kvikmyndaver í mars á síðasta ári. Í Bristol og Cardiff.
S. Björn Blöndal kíkti á tvö kvikmyndaver í mars á síðasta ári. Í Bristol og Cardiff.
Alls nam ferðakostnaður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um tíu milljónum króna á síðasta ári en listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu var lagður fram á borgarráðsfundi á fimmtudag.

Ferðakostnaður borgarfulltrúa á síðasta ári nam 4,6 milljónum. Skoðunarferð S. Björns Blöndal, borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar, í kvikmyndaver í Bristol og Cardiff kostaði til dæmis 113 þúsund, en Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, sem einnig var með í för rukkaði sjö þúsund krónum meira. Borgarfulltrúinn rukkaði reyndar einnig fyrir ferðina mánuði síðar um tíu þúsund krónur. Ekki er vitað hvað kom út úr þessari heimsókn.

Námsferð yfirstjórnar Reykjavíkurborgar til Akureyrar í maí í fyrra kostaði borgina 416.895 krónur samkvæmt listanum en ferðin var farin fimmtudaginn 4. maí og var komið heim daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×