Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 10:00 Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Eitt af því sem að sérfræðingarnir fóru yfir var lið ársins og þjálfari ársins að þeirra mati. Þjálfari ársins að mati Seinni bylgjunnar var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, en Tómas Þór sagði að það hafi aðeins tveir þjálfarar komið til greina. „Patrekur Jóhannesson fór með drengjakór Selfyssinga beint í annað sætið, var mögulega vítakasti frá því að verða deildarmeistari, vann sautján leiki, breytti oft um varnir, vann auðvitað þennan ótrúlega leik gegn Haukum. Hann og Arnar Pétursson komu báðir til greina en það er erfitt að mótmæla þessu vali,“ sagði Tómas Þór. Gunnar Berg Viktorsson viðurkenndi að Patrekur ætti þetta skilið en hann sagði einnig að Arnar hefði átt þetta vel skilið. „Auðvitað er maður smá litaður af þessu, ég meina Arnar er deildarmeistari og bikarmeistari þannig við tökum þetta ekkert af honum,“ sagði Gunnar. Jóhann Gunnar vildi meina að Patrekur hafi átt sérstakt samband við sína leikmenn. „Hann er eitthvað svo fullkominn með þessa stráka virðist vera, talar svo fallega um þá og þetta er eitthvað svo voðalega fallegt samband,“ sagði Jóhann. Þegar valið á þjálfara ársins var klárt var heildarlið ársins opinberað en það innihélt Einar Rafn úr FH, Ágúst Birgisson úr FH, Hákon Daða úr Haukum, Björgvin Pál úr Haukum, Elvar Örn frá Selfossi, Hauk Þrastarson frá Selfossi og Theodór Sigurbjörnsson frá ÍBV. Patrekur Jóhanneson var því þjálfarinn í liði ársins. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. Eitt af því sem að sérfræðingarnir fóru yfir var lið ársins og þjálfari ársins að þeirra mati. Þjálfari ársins að mati Seinni bylgjunnar var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, en Tómas Þór sagði að það hafi aðeins tveir þjálfarar komið til greina. „Patrekur Jóhannesson fór með drengjakór Selfyssinga beint í annað sætið, var mögulega vítakasti frá því að verða deildarmeistari, vann sautján leiki, breytti oft um varnir, vann auðvitað þennan ótrúlega leik gegn Haukum. Hann og Arnar Pétursson komu báðir til greina en það er erfitt að mótmæla þessu vali,“ sagði Tómas Þór. Gunnar Berg Viktorsson viðurkenndi að Patrekur ætti þetta skilið en hann sagði einnig að Arnar hefði átt þetta vel skilið. „Auðvitað er maður smá litaður af þessu, ég meina Arnar er deildarmeistari og bikarmeistari þannig við tökum þetta ekkert af honum,“ sagði Gunnar. Jóhann Gunnar vildi meina að Patrekur hafi átt sérstakt samband við sína leikmenn. „Hann er eitthvað svo fullkominn með þessa stráka virðist vera, talar svo fallega um þá og þetta er eitthvað svo voðalega fallegt samband,“ sagði Jóhann. Þegar valið á þjálfara ársins var klárt var heildarlið ársins opinberað en það innihélt Einar Rafn úr FH, Ágúst Birgisson úr FH, Hákon Daða úr Haukum, Björgvin Pál úr Haukum, Elvar Örn frá Selfossi, Hauk Þrastarson frá Selfossi og Theodór Sigurbjörnsson frá ÍBV. Patrekur Jóhanneson var því þjálfarinn í liði ársins.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00