Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:07 Puigdemont kom til Finnlands á fimmtudaginn í boði finnskra þingmanna. Þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont sé farinn frá Finnlandi. vísir/afp Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018 Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45