Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 13:30 Menn hafa breytt grónu landi í ræktarland og spúð eitri yfir það um allan heim. Hvoru tveggja hefur stuðlað að hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Vísir/AFP Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira