Körfubolti

Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. vísir/getty
Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma.

Það voru gestirnir frá Atlanta sem voru ákveðnari í byrjun leiks og leiddu þeir eftir fyrsta leikhluta 18-16. Þeir héldu forystu sinni þar til flautað var til leikhlés en þá var staðan 51-43.

Liðsmenn Golden State, með Curry í fararbroddi, byrjuðu seinni hálfleikinn hinsvegar með miklum krafti og náðu þeir að skora 36 stig gegn 23 frá Atlanta í þriðja leikhlutanum og unnu að lokum sannfærandi sigur 106-94.

Curry var stigahæstur í liði Golden State þrátt fyrir það að fara meiddur af velli en hann skoraði 29 stig. Taurean Prince var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig. Eftir leikinn er Golden State í öðru sæti Vesturdeildarinnar á eftir Houston Rockets

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru í þriðja sæti Austurdeildarinnar eftir sannfærandi sigur á Phoenix Suns 120-95. Phoenix voru með yfirhöndina til að byrja með en mikil seigla í leik Cleveland í seinni hálfleiknum var of mikil fyrir Phoenix.

LeBron var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig á meðan Marquese Chriss var stigahæstur fyrir Phoenix með 19 stig.

Boston Celtics unnu nauman sigur á Portland Blazers en þar var Marcus Morris í aðalhlutverki hjá Boston. Portland var með forystuna nánast allan leikinn þangað til kom að fjórða leikhlutanum en þá skoraði Boston 38 stig gegn aðeins 23 hjá Portland.

Marcus Morris var stigahæstur hjá Boston með 30 stig á meðan CJ McCollum var stigahæstur hjá Portland með 26 stig.

Úrslit næturinnar:

Pacers 109-104 Clippers

Wizards 100-108 Nuggets

Cavaliers 120-95 Suns

Knicks 104-108 Timberwolves

Raptors 116-112 Nets

Bulls 105-Bucks 118

Thunder 105-99 Heat

Spurs 124-120 Jazz

Trail Blazers 100-105 Celtics

Warriors 106-94 Hawks

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State og Atlanta.

NBA

Tengdar fréttir

Portland stoppaði sigurgöngu Warriors

Portland Trail Blazers vann sinn níunda leik í röð í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið batt enda á sjö leikja sigurhrinu meistaranna í Golden State Warriors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×