Málefni barna í forgangi hjá ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Unnið er að breytingu á reglugerð um dagforeldra í heimahúsum. NordicPhotos/Getty „Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira