Sleppt og haldið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun