Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 18:07 Hagvexti í heiminum fylgdi aukin losun í fyrra. Þrjú ár á undan þar sem losun stóð í stað hafði vakið vonir um að samband þar á milli hefði rofnað. Vísir/AFP Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun. Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45