Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:04 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manninum. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi. Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum einstaklingum þegar þeir voru á aldrinum sex til nítján ára skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms hafa sjö einstaklingar kært manninn fyrir kynferðisbrot. Er hann grunaður um að hafa beitt þá grófu kynferðisofbeldi en um sé að ræða börn sem hafi af ýmsum ástæðum gist heima hjá manninum, eða hann á að hafa brotið gegn þeim á ferðalögum innanlands sem og í útlöndum. Að mati lögreglu eru framburðir kærendanna sjö trúverðugir. Fyrir utan þrjá þeirra hafi þeir ekki borið saman bækur sínar heldur gefið sig fram undir rannsókn málsins. „Málsatvik allra málanna eru keimlík, þ.e. að kærði hafi unnið sér inn traust brotaþola, látið þá sofa upp í rúmi hjá sér og þar hafi hann brotið gegn þeim í flestum tilfellum. Þá séu verknaðarlýsingar í kæruskýrslum í flestum tilfellum þær sömu, þ.e. fróun og getnaðarlimur í endaþarm, nema í tilfelli eins brotaþola. Í ljósi þessa og þess að brotaþolar þekkist ekki eða hafi ekki verið í samskiptum áður en kærurnar hafi verið lagðar fram telji lögregla ekki tilefni til að draga ásakanir brotaþola gegn kærða í efa. Þá hafi kærði sjálfur lýst því að hann hafi látið börnin sofa upp í rúmi hjá sér og hafi jafnframt lýst sömu ferðalögum og brotaþolar, en brotaþolar hafi lýst því að kærði hafi brotið gegn þeim á þeim ferðalögum. Styðji framburður kærða því framburði brotaþola. Þá séu vitni í þremur málanna,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Ljóst sé að meint brot hafi haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem kært hafa manninn. Þá sé um að ræða sérstaklega gróf kynferðisbrot gegn börnum frá sex ára aldri sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21