Áfram kennarar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2018 13:59 Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan samning með afgerandi hætti í vikunni. Samning, sem er lagður fram á sama tíma og yfirvöld menntamála á Íslandi tala hátt og skýrt fyrir því að nú verði ekki annað tekið í mál en að gert verði betur í menntamálum. Að kennarann verði að setja í forgang og ekki bara það heldur einfaldlega í fyrsta sæti. Mikilvægi kennarastarfsins verði að setja í öndvegi og bæta verulega starfsumhverfi og kjör, svo íslenskt menntakerfi standi a.m.k. jafnfætis því sem gerist hjá öðrum þjóðum, ef ekki framar. Kjarasamningar grunnskólakennara hingað til og eins langt aftur og hægt er að muna byggja á ramma sem í dag er úreltur og um leið að mínu mati rót vandans. Samningur, sem byggir á kennsluskyldu annars vegar og öðrum verkefnum hins vegar, allt í mínútum talið. Þar sem hver einasta mínúta er eyrnamerkt ótal, ótal verkefnum ásamt hinu eiginlega starfi að kenna. Verkefnum, sem búið er að skilgreina aftur og aftur sem hluta af starfinu að kenna. Vandinn er, að þessi mínútu skilgreiningarárátta hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hún heldur skólastarfinu í einhvers konar gíslingu. Samkvæmt þessari mínútu eða hinni á kennarinn alls ekki að vera að sinna þessu heldur hinu. Við verðum að fara að hugsa þetta upp á nýtt, setja smá nýsköpunarhugsun inn í reikningsdæmið og færa okkur á nýjan reit, setjast niður, saman við nýtt og hreint borð. Því við getum einfaldlega gert svo miklu betur. Hættum að endurskilgreina hlutverk kennarans með endalausum viðbótarverkefnum og reynum að skilja út á hvað kennsla gengur og einfaldlega viðurkenna megin hlutverk kennarans. Þess, sem menntar sig sérstaklega til þess að vera ein af mikilvægustu manneskjunum í lífi hvers barns stóran hluta uppvaxtarára þess. Kennarinn óskar mjög skýrt eftir því að fá að sinna því starfi, sem hann hefur menntað sig til, og fá fyrir það ágætis kjör. Skólastarf byggir vissulega á fleiri þáttum en beinni kennslu og að mörgu að hyggja í starfi með börnum og ungmennum. Það höfum við viðurkennt og gefið því skilning en ávalt með það að leiðarljósi að eina og sama manneskjan sinni áfram öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem fyrirfinnast í einum skóla, eða um það bil. Hér þarf að endurhugsa hlutverk, öll vitum við hver verkefnin eru og hversu fjölbreytt þau eru. Tökum stöðuna alvarlega og mætum í eitt skipti fyrir öll kennaranum með samtali og samvinnu um hvernig gott skólastarf er byggt upp og förum yfir það saman hverjir þurfa í raun og veru að koma að þeim verkefnum, sem vinna þarf, svo menntun barna og ungmenna verði framúrskarndi. Það er svo sannarlega hægt. Núverandi skilgreining á störfum hins eina sanna kennara er einfaldlega skökk og gengur aldrei upp í stóra samhenginu. Brettum upp ermar, tölum saman, tökum upp nýja hugsun og hættum að styðja við sjálfsvörn úrelts kerfis, sem er hætt að virka fyrir það samfélag sem við búum í og viljum byggja til framtíðar. Ég styð kennara og lýsi mig reiðubúna til þess að taka þátt í að leita leiða til að kennarastarfið verði eflt og eftirsótt. Enda er ég kennari að mennt og hef sem skólastjóri tekið þátt í að þróa annars konar vinnuramma utan um skólastarf. Það er allt hægt. Líka að tryggja sátt kennara.Höfundur er fyrrum skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun