Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 13:15 Jón Arnór og félagar í KR slógu Njarðvík út úr úrslitakeppninni í gær Vísir/bára Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira