Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Dómsmálaráðuneytið telur illgerlegt að standa í svo miklum breytingum fyrir kosningar 26. maí. Vísir/Valli Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09