Framtíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun